Persónuverndarstefna Grósku

Persónuverndarstefna Grósku

Persónuverndarstefna Grósku

Okkur er annt um persónuvernd þína og öryggi persónuupplýsinga þinna sem við vinnum úr eða meðhöndlum. Þessi persónuverndarstefna tilkynnir þér um persónuverndaraðgerðir okkar sem tengjast samskiptum okkar við þig á netinu, í síma og þegar þú heimsækir Grósku að Bjargargötu 1 þar sem við höfum sett upp öryggismyndavélar til að tryggja öryggi þitt

Vinsamlegast lestu persónuverndarstefnuna vandlega og skoðaðu þessa síðu reglulega til að kynna þér þær breytingar sem hugsanlega hafa verið gerðar. (Við kunnum að gera breytingar á þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er og tilkynnum þær með því að birta breyttu skilmálana á þessu vefsvæði. Allir uppfærðir skilmálar taka sjálfkrafa gildi frá þeirri dagsetningu sem gefin er upp í birtu persónuverndarstefnunni, nema annað sé tekið fram.)

Vefsvæði sem falla undir þessa persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefnan gildir fyrir öll vefsvæði og lén í okkar eigu. Vefsvæðin geta eftir atvikum innihaldið tengla á vefsvæði þriðju aðila til að auka þægindi og upplýsingagjöf til notenda. Með því að smella á slíka tengla yfirgefur þú vefsvæði okkar. Við höfum ekki stjórn á vefsvæðum þriðju aðila eða persónuverndarráðstöfunum þeirra, sem kunna að vera aðrar en þær sem við beitum. Þessi persónuverndarstefna nær ekki yfir neinar persónuupplýsingar sem þú velur að gefa öðrum ótengdum þriðju aðilum. Við höfum hvorki eftirlit með né stjórn á þeim upplýsingum sem slík vefsvæði safna eða persónuverndarráðstöfunum nokkurra þriðju aðila og við berum enga ábyrgð á starfsvenjum þeirra eða innihaldi vefsvæða þeirra

Gerð upplýsinga sem við söfnum og notum

Í þessari stefnu merkja hugtökin „persónuupplýsingar“ og „persónuleg gögn“ upplýsingar um einstakling sem hægt er að auðkenna með þeim og falla undir lög um persónuvernd á Íslandi.

Vefsvæðin safna eða gætu safnað upplýsingum með ýmsum ólíkum aðferðum og í mismunandi tilgangi sem lýst er hér á eftir. Ef þú ákveður að skrá þig hjá einhverju vefsvæða okkar til að fá uppfærslur frá okkur, stjórna reikningnum þínum og/eða nýta þér sjálfsafgreiðsluþjónustugáttina okkar verðurðu beðin(n) um að gefa upp samskiptaupplýsingar (nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, einkvæmt innskráningarnafn og aðgangsorð). Við notum þessar upplýsingar til að framfylgja lögmætum hagsmunum okkar, veita þjónustuna og/eða til að hafa samband við þig í tengslum við þjónustuna sem þú hefur sýnt áhuga á á vefsvæði okkar.

Vefsvæðin safna sjálfkrafa tæknilegum upplýsingum um heimsókn þína (svo sem gerð vafrans sem þú notar, internetþjónustuveitu, gerð verkvangs, IP-tölur, tilvísunar-/lokunarsíður, stýrikerfi, dagsetningar-/tímastimpil). Við söfnum þessum upplýsingum til skýrslugerðar um vefsvæðin, til að greina þróun og vandamál í tengslum við þjóna okkar og til að stjórna vefsvæðunum, rekja ferli og notkun notenda, sem og til að afla víðtækra lýðfræðilegra upplýsinga. Sjá frekari upplýsingar í „Kökur og önnur stafræn merki“ hér á eftir.

Þú hefur einnig val um að veita lýðfræðilegar upplýsingar (svo sem um gerð, stærð og staðsetningu fyrirtækis o.s.frv.). Við notum þessar lýðfræðilegu upplýsingar til að gera okkur grein fyrir þörfum þínum og áhugasviðum og til að geta veitt þér sérsniðna og betri upplifun á vefsvæði okkar. Fyrirtækjasamstæðan notar upplýsingarnar til að vinna úr pöntunum þínum, gera þér kleift að taka þátt í kynningartilboðum (í samræmi við kjörstillingar þínar fyrir markaðsefni) og til að geta veitt þér þjónustu.

Ef þú heimsækir Grósku, þar sem öryggismyndavélar hafa verið settar upp kann að vera að þú komir fyrir á myndupptöku í öryggismyndavélakerfinu okkar.

Hvernig við meðhöndlum upplýsingar sem við söfnum

Á vefsvæðunum okkar geturðu pantað vörur og þjónustu, óskað eftir upplýsingum eða gerst áskrifandi að markaðs- eða stuðningsefni. Við munum óska eftir ákveðnum upplýsingum frá þér til að þú getir keypt vöru eða þjónustu frá okkur, en upplýsingarnar verða nýttar til að uppfylla samning okkar. Þú þarft að gefa upp samskiptaupplýsingar (svo sem nafn, netfang og sendingarheimilisfang) ásamt greiðsluupplýsingum (svo sem kreditkortanúmer, heimilisfang greiðanda og gildistíma korts). Greiðsluupplýsingarnar sem við fáum frá þér eru eingöngu notaðar til að innheimta greiðslur frá þér fyrir þær vörur og þjónustu sem þú kaupir.

Ef við fáum kreditkortaupplýsingar frá þér notum við þær eingöngu við úrvinnslu greiðslunnar og til að koma í veg fyrir svik. Kreditkortaupplýsingar og önnur álíka viðkvæm persónuleg gögn eru ekki notuð í neinum öðrum tilgangi innan samstæðunnar án sérstaks samþykkis frá þér. Við geymum ekki kreditkortaupplýsingar þínar eftir að úrvinnslu greiðslu er lokið nema þú hafir veitt okkur leyfi til að geyma kreditkortaupplýsingar þínar fyrir síðari kaup.

Hugsanlega þurfum við að deila upplýsingum með þriðju aðilum til að uppfylla gildandi lagaskilyrði. Við gætum til dæmis þurft að gefa upp upplýsingar í kjölfar dómsúrskurðar, stefnu eða heimildar. Að auki kunnum við, samkvæmt gildandi lögum, að veita sjálfviljug upplýsingar til að aðstoða við rannsóknir löggæsluaðila eða í tilfellum þegar þess gerist þörf til að vernda fasteignina, kerfi okkar, fyrirtæki eða réttindi annarra.

Við kunnum einnig að nota samskiptaupplýsingar þínar til að senda þér upplýsingar um aðrar vörur og þjónustu fyrirtækjasamstæðunnar, svo sem upplýsingar um fundarherbergi, fjarskrifstofur, bráðabirgðaskrifstofur, skrifstofur, sameiginleg vinnusvæði og aðild, að því gefnu að þú hafir veitt samþykki fyrir því í samræmi við gildandi lög. Ef þú vilt ekki fá slíkar reglulegar tilkynningar með kynningarefni getur þú haft samband við okkur og beðið okkur að uppfæra kjörstillingar þínar (sjá „Valkostir og afþökkun“ hér á eftir).

Rafræn samskipti

Þegar þú hefur skráð þig munum við senda þér kynningartölvupóst til að staðfesta notandanafnið og aðgangsorðið þitt. Við svörum einnig spurningum þínum, veitum þér þjónustuna sem þú óskar eftir og höfum umsjón með reikningnum þínum. Við munum hafa samband við þig í tölvupósti eða síma og gerum allt sem við getum til að virða kjörstillingar þínar.

Við munum einnig senda þér upplýsingar um nýjar vörur, þjónustu, sérstök sparnaðartilboð, kynningar og almennar upplýsingar í samræmi við kjörstillingar þínar fyrir markaðsefni. Ef þú vilt ekki fá þessar upplýsingar getur þú valið að afþakka frekari póstsendingar (sjá „Valkostir og afþökkun“ hér á eftir).

Ef þú óskar eftir að gerast áskrifandi að fréttabréfum okkar munum við nota nafn þitt og netfang til að senda þér fréttabréf. Þú getur skráð þig í áskrift að þessum fréttabréfum á skráningarsíðunni okkar. Þú getur hætt í áskriftinni hvenær sem er (sjá „Valkostir og afþökkun“ hér á eftir). Við munum senda þér tilkynningar varðandi þjónustuna eftir þörfum, en slíkar tilkynningar eru ekki markaðs-/kynningarefni. Þú getur gert reikninginn þinn óvirkan á vefsvæðinu ef þú vilt ekki fá þessar tilkynningar.

Athugaðu að við deilum ekki netfangi þínu með samstarfsaðilum okkar. Þó gætum við sent þér tilboð fyrir hönd samstarfsaðila okkar – sjá „Gerð upplýsinga sem við söfnum og notum“ hér að framan. Þú getur valið að afþakka tilboð send í tölvupósti eins og lýst er hér á eftir.

Kökur og önnur stafræn merki

Við notum kökur og önnur stafræn merki til að safna upplýsingum með sjálfvirkum hætti. Kökur og stafræn merki eru smáar tölvuskrár sem geta verið vistaðar á harða drifinu í tölvunni þinni eða innfelldar á vefsvæðum okkar. Þær gera okkur kleift að bera kennsl á þig og rekja heimsóknir þínar á vefsvæðið. Til dæmis notum við kökur í afgreiðsluferlinu þegar þú bókar skrifstofurými til að geta fylgst með pöntuninni í hverju skrefi bókunarinnar. Við notum hugsanlega þjónustu þriðju aðila til að safna og vinna úr persónuupplýsingum í gegnum kökur og önnur stafræn merki fyrir okkar hönd. Þú getur gert kökur óvirkar í tölvunni þinni með því að breyta stillingunum í kjörstillingum eða valmynd vafrans sem þú notar. Ef þú kýst að gera kökur óvirkar gæti aðgangur þinn að ákveðnum svæðum á vefsvæðinu lokast.

Valkostir og afþökkun

Við gefum þér kost á því að fá ýmsar upplýsingar til viðbótar við vörur okkar og þjónustu. Þú getur gerst áskrifandi að efni sem veitir upplýsingar um ákveðna vöru eða þjónustu og markaðsefni sem á við fyrir alla samstæðuna. Slíkt efni getur falið í sér upplýsingar um nýjar vörur, sértilboð eða boð um þátttöku í markaðsrannsókn. Ef þú vilt ekki lengur fá fréttabréf og/eða kynningarefni frá okkur geturðu afþakkað það með því að fylgja leiðbeiningunum sem gefnar eru í öllum fréttabréfum eða samskiptum, til dæmis með því að hafa samband við okkur á mottaka@groska.is

Öryggi upplýsinganna þinna

Við getum hvorki tryggt né ábyrgst öryggi netþjóna okkar eða tryggt að upplýsingarnar sem þú veitir í gegnum vefsvæðið komist ekki í hendur annarra þegar þær eru sendar um internetið. Við fylgjum almennum viðurkenndum tæknistöðlum innan geirans til að vernda persónuupplýsingar sem við fáum, bæði við flutning og þegar við höfum veitt þeim viðtöku. Þegar þú færir inn viðkvæmar upplýsingar (svo sem kreditkortaupplýsingar) á skráningar- eða pöntunareyðublöðum okkar, dulkóðum við þær með SSL-tækni (Secure Socket Layer). Þegar við vinnum úr persónuupplýsingum vegna markaðssetningar eða með þínu samþykki vinnum við úr upplýsingunum þar til þú biður okkur að hætta því og í stuttan tíma eftir það (til að gera okkur kleift að framkvæma beiðnina). Við skráum einnig hjá okkur að þú hafir óskað eftir að fá ekki sent beint markaðsefni eða að við vinnum ekki úr persónuupplýsingum þínum í ótakmarkaðan tíma svo við getum virt beiðni þína í framtíðinni. Í þeim tilvikum þar sem við vinnum úr persónuupplýsingum í tengslum við samninga eða þjónustu, eða vegna samkeppni, geymum við upplýsingarnar í 6 ár (að undanskildum greiðsluupplýsingum sem við geymum í 10 ár) frá síðustu samskiptum þínum við okkur. Við geymum upptökur af símtölum og úr öryggismyndavélum í tiltölulega skamman tíma, sem er ákvarðaður í samræmi við innri ferla okkar um reglufylgni sem við aðlögum af og til.

Breytingar hjá fyrirtækinu

Ef til þess kemur að fyrirtækið gangi í gegnum breytingar, svo sem samruna, yfirtöku af hálfu annars fyrirtækis eða ef fyrirtækið eða hluti eigna okkar verður seldur, munu persónuupplýsingar þínar líklega fylgja eignunum sem færast til annars aðila.

Skilmálar

Ef þú velur að heimsækja vefsvæði okkar fellur heimsókn þín og allur ágreiningur um persónuvernd undir þessa persónuverndarstefnu og skilmála okkar, þar á meðal, en takmarkast ekki við, afsöl ábyrgðar, takmarkanir á bótaábyrgðum eða gerðardóma deilumála. Ef þú hefur einhverjar spurningar um notkun persónuupplýsinga þinna skaltu senda okkur tölvupóst á mottaka@groska.is

Opnunartími Grósku

Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 06:00 – 22:30 Föstudaga frá kl. 06:00 – 20:30 Laugardaga frá kl. 07:30 – 17:00 Sunnudaga frá kl. 08:00 – 16:00

Bílastæði

Opnunartími Grósku

Mon-Thu: 06:00 AM - 10:30 PM

Fri: 06:00 AM - 8:30 PM

Sat: 07:30 AM - 5:00 PM

Sun: 08:00 AM - 4:00 PM


Reception is open

8.30 AM - 2.30 PM

© Gróska ehf | 680515-1580

Viðskiptaskilmálar

Persónuvernd

Þjónustuframboð

Samfélag

Hafa samband

Gallery

Um Grósku

Þjónustuframboð

Samfélag

Hafa samband

Gallery

Um Grósku

Vöruframboð

Samfélag

Um Grósku

Hafa samband

Gróska

Opening hours

Car parking

Vöruframboð

Samfélag

Um Grósku

Hafa samband

Gróska

Opening hours

Car parking