Hugmyndahús í Vatnsmýri

UTI 01 - NYTT 2.jpg

Samfélag sköpunar

Gróska hugmyndahús, sem nú rís í Vatnsmýrinni, verður suðupottur nýsköpunar. Þar bíður húsnæði eftir þér, hvort sem þú ert einyrki eða rekur fjölmennara fyrirtæki. Í Grósku geta öflug fyrirtæki af öllum stærðum þróað hugmyndir sínar í skemmtilegu umhverfi. Staðsetningin ýtir jafnframt undir samstarf við háskóla á sviði tækniþróunar, rannsókna og nýsköpunar.

Gróska verður alls 17.500 m² á fjórum hæðum, auk bílakjallara.

Gróska skapar umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika innan um auðugt mannlíf og menningu.

Fullklárað í desember 2019

Gróska er staður fyrir þig

 
 

Starfsemin

Gróska hýsir öflug fyrirtæki á borð við CCP, sem verður með nýjar höfuðstöðvar sínar á 3. hæð hússins. Í þessu samfélagi sköpunar er lögð höfuðáhersla á aðstæður til samskipta og tengsla, hvort sem það er innan hússins eða við fræðasamfélag háskólasvæðisins. Gróska er ekki skrifstofubygging heldur gróðrarstöð hugmynda, þar sem öflug fyrirtæki dafna við hlið nýrri sprota.